Glæsilegur sigur brezkra sjálfstæðissinna: 52% fylgjandi úrsögn úr ESB

Baráttan var æsispennandi fram undir morgun, en er ótvíræð eftir talningu í nær öllum héruðum lands­ins. Cameron hefur boðað afsögn sína innan þriggja mánaða. Donald Trump fagnar úrslitunum.

16,8 millj­ón­ir kusu að segja skilið við ESB, en 15,7 millj­ón­ir vildu til­heyra sam­band­inu áfram. Skotar og Lund­únabúar kusu ESB-aðildina áfram, en landsbyggðarmenn, m.a. íbú­ar Wales og héraða á Suður-Englandi, vildu slíta á sam­bandið.

Nig­el Fara­ge, formaður UKIP, sem sl. 20 ár hef­ur bar­ist fyr­ir út­göngu Breta úr ESB, sagði á fundi með stuðnings­mönn­um „þetta vera sig­ur fyr­ir venju­legt fólk, fyr­ir al­menni­legt fólk.“

Hann hvatti Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra til að segja af sér, en AFP frétta­stof­an hef­ur eft­ir Phil­ip Hammond ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands að Ca­meron muni áfram gegna embætti for­sæt­is­ráðherra. Bæði Bor­is John­son, fyrr­um borg­ar­stjóri Lund­úna, og Michael Gove sem til­heyra þeim armi Íhalds­flokks­ins sem vill segja skilið við ESB, hafa und­ir­ritað stuðnings­yf­ir­lýs­ingu við Ca­meron þar sem hann er hvatt­ur til að sitja áfram. (Mbl.is)

En með morgninum kom tilkynning frá Cameron, að hann hygðist segja af sér. Íhaldsflokkurinn er í augljósri kreppu.

Skotland er hér í erfiðri aðstöðu:

For­sæt­is­rá­herra Skota, Nicola Stur­geon, hef­ur sagt að úr­slit kosn­inga sýni það skýrt að Skot­ar telji framtíð sinni best borgið inn­an ESB, en ESB aðild var ofan í öll­um 32 héruðum Skot­lands. (Mbl.is)

Að frátöldu Grænlandi, sem sérstaklega var ástatt um og valdi úrsögn úr Evrópusambandinu 1985, verður Bret­land "fyrsta aðild­ar­ríkið í 60 ára sögu ESB til að yf­ir­gefa sam­bandið. Það mun þó ekki ger­ast sam­stund­is, en að sögn BBC mun úr­sagn­ar­ferlið taka að lág­marki tvö ár. Stuðnings­menn úr­sagn­ar úr ESB hafa sagt að ekki ætti að ljúka ferl­inu fyrr en 2020, þegar þing­kosn­ing­ar fara næst fram í Bretlandi." (Mbl.is)

Formlega mun for­sæt­is­ráðherra Bretlands "þurfa að ákveða hvenær hann eigi að virkja fimm­tug­ustu grein Lissa­bon-sátt­mál­ans, sem mun veita Bret­um tvö ár til að semja um úr­sögn úr sam­band­inu. Þegar búið er að virkja 50. grein sátt­mál­ans þá get­ur Bret­land ekki gengið í ESB  að nýju án samþykk­is allra aðild­ar­ríkja." (Mbl.is)

Og þetta hafði Ca­meron sagzt mundu gera, virkja grein­ina án tafar, ef kosn­ing­arnar færu á þennan veg, "en þeir Bor­is John­son og Michael Gove, sem hafa verið áber­andi í kosn­inga­bar­áttu Brex­it-liða hafa hvatt hann til að ana að engu. Þeir hafa þó einnig sagt að þeir vilji að viss­ar breyt­ing­ar verði strax gerðar m.a. að vald dóm­ara Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart Bret­um verði tak­markað og að frjálsu flæði verka­fólks til lands­ins verði sett­ar höml­ur." (Mbl.is)

Hlutabréfavísitölur hafa fallið umtalsvert, einkum í brezkum bönkum. Stjórnandi Englandsbanka, Mark Carney, reynir í yfirlýsingu sinni að róa markaðinn, segir Englandsbanka "ekki hika við" að koma á stöðugleika markaða, og í því skyni verða 250 milljarðar punda lagðir til bankanna frá Englandsbanka (Guardian).

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bretar kjósa að ganga úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband