Guðni Th. Jóhannesson MUN skrifa undir samþykkt Alþingis um að ganga í Evrópusambandið!

Ekkert í lögum okkar krefst þess, að þjóðar­at­kvæða­greiðsla verði um ákvörðun Al­þingis að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Verði það sam­þykkt á ný­skip­uðu þingi eftir haust­kosn­ingar, með ríkis­stjórn Pír­ata og ann­arra vinstri flokka við stjórn­völinn -- manna sem hafa lýst því yfir, að þeir taki ekki mark á bréfi Gunnars Braga Sveins­sonar til Brussel og að því sé umsóknin enn í fullu gildi (og samur er hugur Brussel-manna) -- þá yrði engin sjálfkrafa þjóðar­atkvæða­greiðsla næsta skrefið eftir þá samþykkt á Alþingi (jafnvel þótt samþykkt yrði með naumum, einföldum meirihluta).

Málið færi þó fyrir forsetann til undirskriftar (eða synjunar). En Guðni Th. Jóhannes­son hefur lýst því yfir í viðtali á Útvarpi Sögu, að hann MUNI skrifa undir, EF allar kröfur okkar verði upp­fylltar. En þá er hann að gefa það á vald ríkis­stjórnar, sem stendur þá að málinu, hverjar "allar kröfur" landsins (þ.e. HENNAR) verði. Guðni er þar með búinn að binda sig í báða skó með að fylgja þeirri ríkis­stjórn: hann MUNI skrifa undir!

Þetta er meiri háttar áhættu­mál í augum allra fullveldis­sinna. Guðni er EKKI okkar frambjóðandi, er það ekki algerlega ljóst?

Jón Valur Jensson.


Bloggfærslur 20. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband