Fv. varn­ar­málaráðherra Breta: "Að vera í ESB býður hættunni heim"!

Liam Fox seg­ir hryðju­verka­menn komast til lands­ins und­ir yf­ir­skini þess að vera flótta­menn. Því stafi Bret­um hætta af straumi hæl­is­leit­enda og flótta­manna til álfunnar og verri gætu af­leiðing­arnar orðið en árás­irn­ar sem kon­ur urðu fyr­ir í Köln o.fl. þýzkum borgum um ára­mót­in.

Þetta kem­ur fram í viðtali breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph við Liam Fox en þar seg­ir hann að Bret­ar þurfi að end­ur­heimta sjálf­stæði sitt og segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið til þess að koma í veg fyr­ir að þessi staða geti komið upp. Seg­ir hann út í hött að halda því fram, líkt og Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra Bret­lands hafi gert, að vera Breta í Evr­ópu­sam­band­inu styrkti þjóðarör­yggi þeirra. Bretlandi stafaði hætta af veru sinni í sam­band­inu af fjöl­mörg­um ástæðum. Þar á meðal vegna efna­hagskrís­unn­ar á evru­svæðinu. (Mbl.is segir frá, leturbr. jvj.)

Þessi fyrrverandi ráðherra seg­ir "yf­ir­völd í Grikklandi og á Ítal­íu ekki hafa hug­mynd um það hvaða fólk sé að koma til landa þeirra með bát­um frá Tyrklandi og yfir Miðjarðar­hafið, hvort um sé að ræða flótta­menn, hæl­is­leit­end­ur, fólk að flýja bág kjör eða hryðju­verka­menn sem haldi því fram að þeir séu flótta­menn eða hæl­is­leit­end­ur."

Þetta er alvarleg áminning, ekki aðeins til ríkisstjórnar íhaldsmanna í Bretlandi, heldur til margra ríkisstjórna í Evrópusambandinu. Standa hefði mátt miklu betur að þessum flóttamannamálum, en eins og of lengi var látið reka á reiðanum, má líklegt telja, að varnir landanna hafi riðlazt eða veikzt.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vera í ESB bjóði hættunni heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband