Gunn­ar Bragi bíður línunnar frá Brussel

Ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir enn verið að "kort­leggja" hvernig bregðast eigi við viðskiptaþving­un­um Rúss­lands, klórar sér NÚ í hausnum yfir því, sem átti að liggja fyrir löngu áður!

Nú bíður hann og sam­ráðshóp­ur stjórn­valda og fulltrúa sjáv­ar­út­vegsins eft­ir því að starfs­menn Evr­ópu­sam­bands­ins komi úr sum­ar­fríi, svo að viðræður stjórn­valda og ESB um áhrif viðskiptaþving­ana geti haf­izt. Mbl.is sagði frá í dag.

Gunn­ar Bragi seg­ir að í viðræðunum verði farið fram á greiðan aðgang fyr­ir ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir inn á Evr­ópu­markað. Hann býst við því að þess­ar viðræður hefj­ist fyrri hluta sept­em­ber­mánaðar. (Mbl.is)

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Viðræðunum gæti þá kannski með hrað­asta gangi lokið um 10.-15. september, þegar langt er liðið á makrílvertíðina. Ef ESB gefur sig að veita undanþágur frá 18% tolli sínum, geta menn þá stefnt skipum sínum úr höfn í von um hugsanlega seljanlegan afla. Þvílíkur snillingur, Gunnar Bragi, og afburða-tillitssamur um leið að láta segja sér, að á ýmsum skrifstofum þessa stórveldis sé enginn maður starfandi í 5-6 vikna sumarfríi!

Það verður ekki annað sagt en að þessi utanríkisráðherra sé einstaklega forsjáll og fyrirhyggjusamur!!!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bíða eftir að ESB komi úr sumarfríi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband