Árni Páll Árnason fer með fleipur um stuðning verkalýðs við ESB-umsókn

Á sama tíma og Bretar færast nær því að ganga úr ESB, nái íhaldsstjórnin ekki hag­stæðari aðild­ar­skil­málum handa Bret­um, býður Árni Páll upp á lygimál í ESB-Fréttablaðinu í gær:

  • "ESB-umsóknin hefur ekki spillt fyrir samstarfi [Samfylkingarmanna] við verkalýðshreyfinguna, enda umsóknin átt mikið fylgi meðal verkalýðshreyfingarinnar."

Þetta er nú djörf skreytni! Margítrekað hefur komið fram í skoðanakönnunum, að meðal þess meirihluta Íslendinga, sem er andvígur Evrópusambands-inntöku landsins, eru verkalýðsstéttirnar og landbyggðarmenn mun öflugri í andstöðunni heldur en háskólagengnir og fólk á höfuðborgarsvæðinu.

Að "verkalýðsrekendum" hafi tekizt að sölsa undir sig stéttarfélög og einkum ASÍ, auk lífeyrissjóðanna, með afar þunglamalegum, ólýðræðislegum framboðs- og kjörreglum, eru engin meðmæli með því, að menn taki mark á ESB-stuðningsyfirlýsingum Gylfa Arnbjörnssonar hagfræðings, forseta ASÍ, og fylginauta hans (t.d. Ólafs Darra hagfræðings) og á Evrópusambands-meðvirkni þessara verkalýðsforingja, sem fram hefur komið m.a. í því að hvetja meðlimi hreyfingarinnar til Brusselferða, þar sem matur og vín er borið í þá, í fínasta hótelplássi, ásamt áróðurs-innleiðslu þeirra í glæsihöllum valdsins; svo eru þeir leystir að auki úr hlaði með drjúgum "vasapeningum"! Hefur Jón Bjarnason, fv. ráðherra, fjallað á afhjúpandi hátt um þau síðastnefndu málefni, tókst jafnvel að þrýsta grein um það inn í sjálft Fréttablaðið (grein sem þó var að sjálfsögðu ekki slegið upp á leiðaraopnunni eins og greinum þeirra sem eru í "náðinni" hjá Jóni Ásgeiri).

Við skulum minnast þess, að sjálfur foringinn Gylfi Arnbjörnsson var einn þeirra sem studdu bæði Icesave II- og Icesave III-samningana, þvert gegn þjóðarhag, en þókknaðist vitaskuld með því Brussel-herrunum. Fyrrnefnda ömurlega samninginn, sem ekki sízt atvinnurekendur studdu, auk Gylfa, Margrétar Kristmannsdóttur, Vilhjálms Þorsteinssonar í CCP, Gylfa Magnússonar prófessors í hagfræði, Gylfa Zoëga hagfræðings, Þórólfs Matthíassonar hag­fræðings, Más Guðmundssonar, hagfræðings og seðlabankastjóra, og Ólafs Þ. Stephensen, felldi þjóðin með 98% atkvæða!* Ekki lét Gylfi sér það að kenn­ingu verða, heldur studdi líka Buchheit-samninginn (Icesave III),** sem nú væri búinn að kosta þjóðina um eða yfir 80 milljarða kóna og það í einbera vexti, óafturkræfa,*** hvað svo sem kemur út úr þrotabúi Landsbankans gamla! 

Guðmundur Gunnarsson, fv. form. Rafiðnaðarsambands Íslands, tók sérstaklega fram, að já við Icesave-samningnum væri "forsenda þess að hægt sé að vinna upp þann kaupmátt sem hefur tapast"!** Góður í öfugmælunum karlinn!! En hann var í Áfram-hópnum, sem beitti sér fyrir því máli með öflugri auglýsinga­herferð (hlálega myndskeyttri!)** og þáði til hennar 20 milljóna styrki, m.a. frá samtökum atvinnurekenda. (Áfram-hópinn getið þið séð hér á mynd þar sem það fólk leggur nöfn sín og æru við það, að við ættum að borga Icesave!**)

* http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1290081/

** http://thjodarheidur.blog.is/blog/thjodarheidur/entry/1286385/

*** Sjá hér samantekt og útreikninga Daníels Sigurðssonar véltæknifræðings: http://samstadathjodar.123.is/

Jón Valur Jensson.


mbl.is Cameron leggur upp skákina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband