Eru Píratar orðnir ESB-viðhengi?

Píratar standa ekki undir nafni nema sem flokkur sem aðhyllist rán á hugverkum höfunda og á öryggis- og persónuupplýsingum frá leyniþjónustum. Rán eru ein­mitt ein iðja Sikileyjar-mafí­unn­ar, en hví vill þá Birgitta líkja Skagfirð­ing­um eða skagfirzkum framsóknarmönnum við lög­brjóta á Sikiley? Stunda Skagfirðingar glæpastarfsemi? Það er þá eitthvað nýtt eða bara í höfðinu á henni Birgittu.

Öllu alvarlegra en allt þetta er sú stefna Pírata, sem nú virðist uppi á borðum, að beita sér gegn því, að hætt verði umsóknarferlinu að Evrópusambandinu, og þar grípur Birgitta enn einu sinni til billegra meðala eins og þeirra að klína því á ríkisstjórnina, að hún sé bara að þjóna hagsmunum Skagfirðinga og Kaupfélags Skagfirðinga.

Lágt er risið á þessum málflutningi Birgittu. Og hvernig er með hana sjálfa: Vill hún ekki standa með sjálfstæði og fullveldi Íslands? Eru Píratar orðnir enn einn undirlægjuflokkurinn undir erlent vad?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Segir Skagafjörð „Sikiley Íslands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband