Evrópumálaráðherra Þýzkalands með frekleg afskipti af íslenzkum innanríkismálum

Michael Roth, Evrópumálaráðherra Þýskalands.

Gróf var ræða ráðherrans Michaels Roth í Sjónvarpinu kl. 19.* Greinilega kastaði hann boltanum til stjórnarandstöðunnar hér. En það er ekki hans að segja okkur fyrir verkum um hvort Alþingi eigi að taka afstöðu til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að hætta við Evrópusambands-umsóknina. Hann á hvergi nærri þessu að koma.

Roth: "Við verðum að virða það, að ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að halda ekki áfram aðildarviðræðum við ESB [hér var þýðingin í Sjónv. ónákvæm!]. Við hörmum þetta, ég hefði óskað mér, að Ísland gengi í Evrópusambandið, það þjónar sameiginlegum hagsmunum okkar allra [BEINN ÁRÓÐUR! -- innsk. jvj], og það hefði Ísland vel getað gert."

"En er Ísland enn í hópi umsóknarríkja?" spurði fréttamaður. Svar hans:

  • "Það þurfa Íslendingar sjálfir að skera úr um. Við höfum fengið skýr boð frá íslenzku ríkisstjórninni bréfleiðis, en þetta er mál sem Íslendingar þurfa að ræða innanlands. Ísland er lýðræðisríki og þarf að útkljá þetta. Þetta mál þarf líka að ræða í þinginu, [allt sýnir þetta afskiptasemi hans! -- jvj] og ég vil engu við það bæta."

Þá hafði fréttakonan þetta ennfremur eftir ráðherranum, í frásögn hennar:

  • "Michael Roth segir jafnframt að Íslendingar þurfi sjálfir að svara þeirri spurningu, hvort þingið þurfi að samþykkja það að aðildarumsókn sé dregin til baka. Hann segir að aðild Íslands að Evrópusambandinu væri fengur fyrir sambandið, stærð landsins skipti ekki öllu máli. Hann segist viss um, að þegar ESB komist fyrir tímabundna erfiðleika, muni umræðan um aðild vakna á ný hér á landi."

Ráðherrar annarra ríkja eiga ekki að misnota kurteisisheimsóknir hingað til að vera með puttana í innanríkismálum okkar. Slíkt er engin kurteisi, sízt þegar verið er gefa stjórnarandstöðu undir fótinn með að halda áfram að herja á ríkisstjórnina.

* http://ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20150511 : frá 15:05 mín.; en frá 13.35 mín var umfjöllun þar um flóttamanna-vandamál Evrópusambandsins og nýjar tillögur um inntökukvóta landanna á flóttamönnum, og miðað verður þar við a) þjóðarframleiðslu, b) íbúafjölda, c) atvinnuleysis-hlutfall og d) fjölda flóttamanna sem fyrir eru í landinu; takið eftir, að ef reynt yrði að þvinga þessum flóttamannakvótum upp á Ísland sem EES-og Schengen-ríki, þá myndi íbúafjöldahlutfall (um 1/1580 af fólksfjölda alls EES-svæðisins) ekki eitt sér ráða, öll hin atriðin, a-, c- og d-liðir, myndu hækka fjöldann umtalsvert sem okkur yrði ætlað að taka við sem flóttamönnum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Virða afstöðu stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband