Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir EKKI fylgi við Evrópusambandið

Hefði undirritaður verið spurður af Frétta­blaðinu hvort hann væri ánægður með störf utan­ríkis­ráð­herra eður ei, hefði svarið verið: mjög óánægður! Þannig er um fleiri full­veldis­sinna.

Menn verða því að varast að draga rangar ályktarnir af þessari skoð­ana­könnun blaðsins. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra, sem voru óánægðir með störf Gunnars Braga, voru langt frá því allir einhverjir þjóðaratkvæðissinnar, hvað þá Evrópusambands-innlimunarsinnar!

Stjórnarflokkarnir hafa EKKI staðið sig vel í Esb-málinu, frá sjónarhóli harla margra fullveldissinna, sem vilja hreinar línur og að þingsályktunar­tillagan með Össurar-umsókninni verði dregin formlega til baka, svo að enginn vafi leiki á og ekki verði einfaldlega hægt með refjum að "halda viðræðunum bara áfram" eftir fá eða mörg ár.

Þess var ennfremur gætt á Esb-Fréttablaðinu hans Jóns Ásgeirs Esb-vinar að spyrja ekki, hvort menn væru ánægðir með viðbrögð Evrópusambandsins. Mættu menn taka þennan pistil Björns Bjarnasonar til góðrar athugunar í því efni: 

  • Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
  • Sann­ar ann­ars „drottn­un­ar­girni“ ESB
  • 14:12 „Mái ESB ekki Ísland af skrá sinni um um­sókn­ar­ríki sann­ar tregðan til þess aðeins drottn­un­ar­girni valda­manna ESB í Brus­sel og svik þeirra við fyrri yf­ir­lýs­ing­ar um að það sé á valdi ís­lenskra stjórn­valda að ákveða stöðu lýðveld­is­ins Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu – annaðhvort eru ríki um­sókn­ar­ríki eða ekki, Ísland er það ekki.“Meira »

Jón Valur Jensson.


mbl.is Móttakandinn skilur ekkert í bréfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband