Jón Baldvin: ESB er í margs konar krísum og Ísland er ekki á leið þangað inn

Vinsælasta fréttin á Eyjunni á hádegi 2. marz er þessi:

Jón Baldvin Hannibalsson.

Jón Baldvin Hannibalsson.

„Evrópusambandið er í fjármálalegri krísu sem er bæði bankakrísa og skuldakrísa. Evrópusambandið er í hagstjórnarkrísu, þú nefndir Þýskaland, vegna þess að pólitíkin sem Þýskaland hefur þröngvað upp á Evrópu sem er niðurskurður á félagslegri þjónustu og hækkun skatta í jaðarríkjunum hefur ekki skilað neinum árangri. Hún hefur haft þveröfug áhrif sem allir áttu að hafa lært af reynslu heimskreppunnar á sínum tíma,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra sem segir Ísland ekki á leið í Evrópusambandið.

Jón Baldvin var gestur Eyjunnar á Stöð 2 í dag þar sem hann ræddi meðal annars utanríkismál og stjórnmálin hér heima fyrir.

[Sleppt er hér orðum JBH um málefni Rússlands og um innanlandsmál.]

Um heimsmálin almennt sagði Jón Baldvin að Ísland og fleiri ríki um allan heim væru fórnarlömb sjúks fjármálakerfis. Öllum hömlum og böndum hafi verið sleppt af fjármálakerfinu sem vaxið þjóðríkjum yfir höfuð og hafi nú heiminn að viðfangsefni. Uppreisn almennings í Grikklandi, og fljótlega á Spáni að því er Jón Baldvin telur, sé til komin vegna þess að stjórnmálakerfið hafi algjörlega brugðist og leyft fjármálakerfinu að byggja upp gríðarleg völd. Í stað „fúnkerandi lýðræðis“ sé búið að koma á auðræði. [...]

Viðtalið allt má sjá hér að neðan“ [hér allra neðst].

Þetta er einkar athyglisvert innlegg Jóns Baldvins í umræðu um Evrópusambandið og það á sama tíma og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra boðar (skv. frétt Bylgjunnar í hádeginu þennan 2. marz 2015), að í næstu viku megi búast við framlagningu frumvarps ríkisstjórnarinnar um afturköllun umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið.

Sömuleiðis kemur þetta helgarviðtal þeirra Björns Inga Hrafnssonar í kjölfar heilsíðu-auglýsingar félagsskapar, sem tekið hefur sér nafnið „Viðreisn“, í vinstrablaði gamla Smuguhópsins, Reykjavík, sl. laugardag 28. febrúar. Þar tínir þetta félag harðra ESB-inntökusinna til „12 rök“ fyrir stefnu sinni, en verðug svör fekk sú fráleita auglýsing samdægurs á vef Heimssýnar í þessari grein: Tólf rök gegn inngöngu Íslands í ESB? Menn lesi endilega þá Heimssýnargrein, en þar bætti undirritaður við þessari athugasemd:

Hér mætti enn bæta miklu við þessi rök greinarinnar, og það verður gert. En greinin er góð. Hafið heilar þakkir fyrir!

Einu má þó bæta við strax: ESB-þingið í Strassborg og Brussel fer ekki eitt með löggjafarvald. Það gerir í vissum skilningiframkvæmdastjórn Evrópusambandsins líka, þar sem hún, en ekki einstakir þingmenn á ESB-þinginu, hafa leyfi til að bera fram lagafrumvörp. Ísland gæti t.d., væri það ESB-meðlimur, EKKI borið fram neitt frumvarp á ESB-þinginu!

Ekki nóg með það, heldur er ráðherraráð Evrópusambandsins (í Brussel) LÍKA með löggjafarvald og það beinlínis. En þar yrði atkvæðavægi Íslands jafnvel margfalt minna en í ESB-þinginu í Strassborg og Brussel, það yrði 0,06% (og minnkandi, ef ríkjum í ESB fjölgar).*

Viðreisnin, sem hér hófst um 1960 (viðreisnarárin), bar nafn með rentu og lagði mikilvægan grunn að eflingu þróttmeira atvinnulífs á Íslandi og leysti þjóðina úr ýmsum höftum. En þarna í þessum nýja félagsskap í auglýsingunni er um að ræða hóp, sem vill EKKI sjálfstætt og öflugt íslenzkt hagkerfi, heldur múlbundið erlendum stórveldum, gömlu nýlenduveldunum fyrst og fremst (tíu slík ráða yfir 73% atkvæðavægis í ráðherraráðinu**). Þar á meðal eru ríki sem hafa beitt sér harkalega gegn okkur í landhelgisstríðunum, Icesave-málinu og (ESB í heild, auk ofríkis þess í Icesave-málinu***) í makrílveiðimálinu. Það yrði sízt neitt lát á yfirganginum með því að fela þeim öll æðstu völd yfir okkur!

Hópurinn nýi, "Viðreisn", stendur ekki undir nafni, hann er með hjákátlegum hætti að reyna að ræna sér gloríu út á gamalt og gott nafn, en stefnir sjálfur með lymskulegum áróðri sínum að afsali fullveldisréttinda Íslendinga í löggjafarmálum, dómsvaldi og framkvæmdavaldi yfir okkar 850.000 ferkílómetra yfirráðasvæði í Atlantshafinu!

* Sjá hér: Haraldur Hansson: Ísland svipt sjálfsforræði

** Sjá hér: Tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu

*** Sjá hér: ESB (útópía sumra!) vann harkalega gegn Íslandi í Icesave-málinu (og auk þess, sem þar er rakið um yfirgang ESB í málinu frá byrjun, gerðist það líka meðaðili að málsókn Breta og Hollendinga gegn okkur fyrir EFTA-dómstólnum -- þar sem þessi þrjú ofríkisöfl urðu á endanum að lúta í lægra haldi fyrir lagalegum rétti Íslendinga!).

Jón Valur Jensson, 28.2.2015 kl. 16:19.

 

Vefslóð Eyjufréttarinnar er hér: Jón Baldvin: ESB er í margs konar krísum og Ísland er ekki á leið þangað inn

... og viðtalið á skjánum:  


mbl.is Hægur bati á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband