Gunnar Bragi og aðrir ráðherrar gefa ESB valdið, ekki Alþingi!

"Það er Íslands að ákveða hver ná­kvæm­lega staða lands­ins er gagn­vart Evrópusam­band­inu,“ segir ut­an­rík­is­ráðherra Lett­lands, en Gunnar Bragi vill láta ESB jarða umsóknina! Valdið til þess vill hann ekki gefa Alþingi, heldur afleitustu fjandvinum okkar, sem hingað til hafa reynt sitt til að níðast á þjóðréttarlegri stöðu okkar í Icesave- og makrílmálunum, með hundraða milljarða tapi fyrir þjóðarbúið, ef ESB hefði tekizt ætlunarverkið.

Einfeldnin er ekki lítil að halda Evrópusambandið munu binda enda á þessa ólögmætu umsókn Össurar og félaga á Alþingi 2009! Margfalt stjórnarskrárbrot var þá framið, m.a. gegn 48. gr. stjórnarskrárinnar, þegar þingmenn Vinstri grænna voru þvingaðir til að kjósa með þingsályktunartillögunni þvert gegn sannfæringu sinni, og ennfremur með skýru broti Össurar gegn fyrirmælum 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar um meðferð mikilvægra stjórnarráðstafana, eins og oft hefur verið rakið hér áður á þessari vefsíðu.

ESB mun ekki vinna verkið fyrir Gunnar Braga; Brusselmenn og stórveldin í Evrópu vilja ná okkur inn og munu vitaskuld beita til þess slægð að auki, 500-faldri á við það, sem íslenzk stjórnmálastétt hefur getu til.

Og Össurarumsóknin hefur enn ekki formlega verið dregin til baka, hún liggur enn fyrir Evrópusambandinu, og Árni Páll hefur í dag lýst því skýra áformi sínu að biðja bara um framhald aðildarviðræðna, ef hann og flokkur hans komast aftur til valda. Jafnvel formaður utanríkismálanefndar, Birgir Ármannsson, og forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, bera því vitni, að ESB-umsóknin sé enn í gildi, þar til Evrópusambandið hafi tekið ákvörðun um annað!

Þvílíkt sjáfsálit hefur þessi ríkisstjórn að geta ekki tekið ábyrgð á sínum verkum, heldur leggur það í hendur hagsmunasambands stórvelda, sem vilja komast yfir okkur, að taka ákvörðun um það, sem Alþingi á að fá að ákveða!

Gunnar Bragi þarf hér að gæta sóma síns, svíkjast ekki um í starfi, gagnvart kjósendum sínum og þjóðinni, og bera þess í stað fram þingsályktunartillögu um að draga umsóknina formlega til baka.

Það er laukrétt hjá Árna Páli í þingræðu í dag, að einmitt með því að leggja fram slíka þingsályktunartillögu í fyrra bar Gunnar Bragi því vitni, að hann taldi þá sjálfur Össurarumsóknina ennþá vera í gildi!

Jón Valur Jensson.

 

 


mbl.is Skiptir sér ekki af umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband