Einurðarleysið reyndist harla veikur grunnur "endanlegra ákvarðana" sem allir tækju mark á

Tvær grímur eru farnar að renna á menn sem héldu ákvörðun stjórnar­flokk­anna í gær lýsa mikilli og tíma­bærri rögg­semi. En hefur í reynd nokkuð þokazt áfram fyrir þá sem vilja losa Ísland alger­lega undan þeirri Evrópu­sambands-inngöngu­umsókn sem Össur Skarphéðinsson verkstýrði með stjórnarskrárbroti í júní 2009? Er á hreinu í hugum allra, að sú umsókn er ekki gild lengur?

Nei, um það er enginn einhugur hér heima, meðal pólitíkusa og fræðimanna, og það er heldur ekki viðurkennt hjá fjandvinum okkar í Brussel.

Ekki mun það draga úr þeim þar í borg að fá stuðning við útþenslustefnu sína gagnvart okkur frá formönnum stjórnarandstöðuflokkanna á Íslandi. Allir þeir aðilar geta svo með hægðinni sett þetta mál í salt, látið hér heima sem þeim sé þessi ákvörðun Gunnars Braga og Bjarna Ben afar óljúf og tilefni til heitra yfirlýsinga og þykkjuþungra mótmælafunda við Alþingi, jafnvel hótana hinna róttækustu um nýja (búsáhalda- eða gerviraka-)byltingu.

En þessum foringjum og þingmönnum er í alvöru bara ljúft að látast, meðan þeim er eftir skilin vissan um, að ekki muni þessi ríkisstjórn gera út af við umsóknina formlega, hvað sem hún segir. Til þess skortir ráðherrana þá einurð og tryggð við fullveldið sem þó átti að móta gerðir þeirra og verða farsæl undirstaða virðingarverðra ákvarðana sem ekki yrði lengur um efazt.

Sú er að minnsta kosti ætlan þess, sem hér ritar og hefur sagt fleira um þetta annars staðar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Stjórnarandstaðan sendir ESB bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband