Ekki akademískt frambærileg skýrsla Alþjóðastofnunar HÍ um sjávarútvegsmál Íslands og ESB

Sjávarútvegskaflinn er afar undarlegur, þar er ekki vísað í neinar heimildir að ráði, að öðru leyti en því að óþekktir og andlitslausir embættismenn í Brussel virðist koma þarna inn með heimildir sem skýrsluhöfundar treysta sér ekki til að upplýsa hverjir eru. Þetta er ekki í boði í háskólasamfélaginu að koma fram með svona órökstuddar fullyrðingar í skýrslu af þeim gæðum sem svona skýrsla á að hafa. Það er engin heimildarskrá um það hver segir hvað. Þetta er eiginlega skýrsla óþekkta embættismannsins,

segir Vigdís [Hauksdóttir um skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ, sem birt var í dag] og bætir við að vitnað hafi verið í minnisblöð embættismanna sem ekki hafi verið lögð fram sem gögn í aðlögunarferlinu. (Mbl.is)

  • „Það er ekki hægt að bjóða okkur uppá það að vitna í tveggja manna tal. Ég hef farið í gegnum háskólanám og veit að allt þarf að vera skothelt varðandi heimildir og rökstutt til að ritgerðir og skýrslur séu teknar gildar af háskólasamfélaginu. Ef að ekki er gefin upp ákveðin heimild fyrir ákveðnum fullyrðingum þá veit maður ekki hvort að þær séu réttar,“ segir Vigdís sem telur ekkert benda til þess í skýrslunni að tilefni sé til að draga tillöguna til baka um að slíta viðræðum við ESB. Í raun sé búið að draga umsóknina til baka með því að hætta viðræðum og slíta samninganefndum. (Mbl.is)

Vel mælt hjá Vigdísi og þarft verk að afhjúpa svo augljósa þverbresti í þessari skýrslu sem átti að heita akademískt frambærileg, en er það ekki! Það verður aldrei neitt traust byggt á orðum nafnleysingja í málum sem varða þjóðarhag. Ónafngreindir embættismenn hafa t.d. ekkert vægi til móts við sjálfan stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Stefan Füle, einn af kommissörunum í sjálfri framkvæmdastjórn ESB og þannig með e.k. ráðherraígildi, en hann andmælti eindregið og leiðrétti á staðnum í Brussel fyrir nokkrum árum hjali Össurar Sarphéðinssonar um "klæðskerasaumaða lausn" handa Íslandi í sjávarútvegsmálum, --- sjá upptöku af orðaskiptum þeirra hér: fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1359088/ --- en samt er þetta óábyrga klæðskerasaumstal endurtekið í þessari skýrslu Alþjóðastofnunar HÍ !! -- og vitaskuld án tilgreindrar heimildar!!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Skýrsla óþekkta embættismannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband