Hylling 1. desember, í ljóđi eftir Jón frá Ljárskógum

 

       F U L L V E L D I Đ    T V Í T U G T       Íslenski fáninn

 

      Hann gnćfir úr daganna fábreyttu fylking

      fullur af gleđi, bjartur af sól

      1. desember –– fagnađardagur

      fátćkrar ţjóđar viđ norđurpól.

      Í dag er bjart yfir byggđum Íslands.

      Hver barmur svellur af djarfri ţrá,

      og vonanna glćstu svanir svífa

      á sólgeislavćngjum um loftin blá.

 

      Hann er heiđur á svip, ţessi hátíđisdagur,

      svo ađ hugirnir fyllast af sumaryl,

      hann ljómar sem viti í skammdegisskugga,

      hann skín eins og leiftur í vetrarins byl,

      hann er ráđning á fólksins fegursta draumi

      um framtíđargiftu ţjóđar og lands,

      hann er langţreyđ fullnćging frelsisţránni,

      sem felst í brjósti hvers íslenzks manns.

 

      Í dag er horft yfir sögunnar síđur:

      ţar sviptast um völdin húm og skin

      og ýmist leikur ţar ćđandi stórhríđ

      eđa angandi vorblćr um frónskan hlyn.

      Ţar skiptast á glađir og tregandi töfrar

      hins talađa orđs og hins slungna ljóđs

      og ţar eru líka letrađir kaflar

      logandi feiknstöfum elds og blóđs.

 

      Ţar lítum vér baráttu lítillar ţjóđar

      viđ lífskjör, sem oft voru döpur og ströng

      í styrjöld viđ eldgos, hafís og hríđar,

      hungur og klćđleysi, nauđir og ţröng,

      –– fólk, sem í barnslegri fávizku seldi

      frelsis síns dýrgrip erlendri hönd,

      fólk, sem örmagna í fjötrum stundi,

      en fékk ekki slitiđ harđstjórans bönd.  

 

      Í dag er hún hyllt, hin frćkna fylking,

      svo framgjörn, svo djörf, svo íturglćst,

      sem undir frelsisins merkjum mćttist,

      og menningu Íslands lyfti hćst.

      Ţessi heiđríki dagur geislandi gleđi,

      sem gaf oss hin liđna tíđ í arf,

      er helgađur ţessum hetjum Íslands

      í hljóđri ţökk fyrir unniđ starf.

 

      –– –– ––

      Hann gnćfir úr daganna fábreyttu fylking

      fullur af gleđi, bjartur af sól

      1. desember –– fagnađardagur

      fátćkrar ţjóđar viđ norđurpól. ––

      –– Ţá sameinast reynslunnar alda-arfur

      viđ ćskunnar stoltu fyrirheit

      og kynslóđir mćtast í handtaki hlýju

      frá hafi til hafs –– í borg og sveit.

 

 Jón Jónsson frá Ljárskógum var fćddur 28. marz 1914 og lézt ađeins 31 árs ađ aldri á Vífilsstöđum 7. október 1945. Ljóđ ţetta er úr bók hans Gamlar syndir og nýjar, Reykjavík: Helgafell, 1947, en fyrri bók hans var Syngiđ strengir, Rvík 1941. Ţjóđkunnur var hann ekki ađeins af ljóđum sínum, heldur og af söng sínum í MA-kvartettinum ástsćla, en stúdent var hann frá Menntaskólanum á Akureyri (1934), var um tíma viđ nám í guđfrćđideild Háskóla Íslands og kennari viđ gagnfrćđaskólann á Ísafirđi einn vetur, en varđ ađ lúta í lćgra haldi fyrir berklaveikinni. Aldarafmćlis hans var minnzt í Búđardal í marz síđastliđnum. –– Kona hans var Jónína Kristín Kristjánsdóttir frá Ísafirđi og sonur ţeirra Hilmar Bragi meistarakokkur. Ţetta ljóđ er birt hér međ góđfúslegu leyfi hans, og er okkur á Fullveldisvaktinni mikill heiđur ađ ţví. –JVJ.


Bloggfćrslur 1. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband