Þessum sendiherra er ekki stætt á að vera hér áfram - en um leið þarf ríkisstjórnin að taka á sig rögg!

Glöggt er athugað hjá Birni Bjarnasyni, að sendi­herr­a ESB gef­ur í skyn að Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð séu ómerk­ing­ar, er þeir segja ESB-um­sókn­ina aft­ur­kallaða, en sendiherrann sjálfur fullyrti í Morg­un­blaðinu í gær að hugs­an­legt sé að um­sókn­in um inn­göngu í sam­bandið sé enn í fullu gildi, og þó hafa for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar ít­rekað sagt að svo sé ekki.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ESB-sendi­herra á Íslandi hlutast til um ís­lensk inn­an­lands­mál. For­ver­ar Brink­manns hafa ekki fengið um­vand­an­ir af hálfu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins,“ seg­ir Björn og velt­ir fyr­ir sér hvernig Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra bregðist við. (Mbl.is)

Ætlar Gunnar Bragi Sveinsson að sitja undir því, að yf­ir­maður sendi­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi, Matt­hi­as Brinkmann, lýsi ráðherra ríkis­stjórnarinnar ómerka orða sinna um þessi mál?

  1. Fyrri dæmi um íhlutun sendiherra ESB í okkar innanríkismál voru mjög gróf og snerust um Timo Summa, hinn finnska sendi­herra Evrópu­sam­bandsins. Sjá um það hér: Lögleysu-athæfi sendiherra, en þó umfram allt hér í hinni eitilsnjöllu grein Tómasar Inga Olrich, fyrrv. sendiherra: Summa diplómatískra lasta.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar geta ekki unað því að vera virtir með þessum hætti að vettugi af sendiherra ESB og af Evrópusambandinu sjálfu -- því að ljóst er, að sendiherrann talar í fullu umboði þess, til þess hefur hann fullt vald, eins og áherzla var lögð á í síðustu grein hér á þessu vefsetri, og á sömu sveif leggst Styrmir Gunnarsson, með öðrum rökum, í grein á vefsetri sínu þennan fimmtudag: Yfirlýsing sendiherrans jafngildir formlegri afstöðu ESB

Þar með hefur ríkisstjórnin fengið það staðfest, að Evrópusambandið tekur ekki mark á bréfaskrifum Gunnars Braga utanríkisráðherra, sem áttu að heita uppsögn hans f.h. ríkisstjórnarinnar á Össurarumsókninni frá 2009. Þessi bréf Gunnars Braga voru í raun aðferð hans til að víkja sér undan því að leggja málið fyrir Alþingi; ástæðan var ekki merkilegri en svo, að þarna var gripið til þess ráðs að gefast upp fyrir samfelldum áróðurs-þrýstingi Samfylkingarinnar, annarra ESB-sinna og samherja þeirra í fjölmiðlum, þ.m.t. í sjálfum ríkis­fjöl­miðl­unum, sem voru blygð­unar­laust misnotaðir í þessu skyni misserum saman.

Menn lesi nú endilega skrif Björns og Styrmis um málið, en ríkisstjórnin hefur nú það augljósa, knýjandi verkefni, sem ágætur maður, Jóhann Elíasson, lýsti svo, að hún ætti "að hætta þessari hræðslu við stjórnarandstöðuna og leggja fram frumvarp um afturköllun umsóknarinnar og afgreiða það frumvarp á þann hátt sem ber ... að afturkalla þessa umsókn á ÓUMDEILDAN HÁTT ÞANNIG AÐ EKKI VERÐI UM NEINA ÓVISSU AÐ RÆÐA." 

Slík afturköllun væri einmitt í fullu samræmi við stefnu­mörkun lands­funda ríkisstjórnar­flokkanna tveggja stuttu áður en þeir komust til valda.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Hvað gerir Gunnar Bragi núna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendiherra ESB tjáir vilja ESB: að komast yfir Ísland

Ófyrirleitið er það ekki aðeins af sendi­herra ESB á Íslandi, heldur af stór­veldinu sjálfu að tala um að Össurar­umsóknin geti enn verið í gildi, því að full­mekt­ugur (pléni­potenti­aire) er sendi­herrann til að tjá stefnu Evrópu­sambandsins fyrir þess hönd, skv. sínu skip­unar­bréfi, og gerði það með þessu (sjá tengil neðar).

Það var við því að búast, að refsskapur Brusselmanna kæmi fram í þessu máli, ekki sízt þegar utanríkisráðherrann Gunnar Bragi reyndist jafn-ragur, svikull og meðfærilegur í málinu og raun ber vitni og ríkisstjórnin engu skárri.

Menn hafa lengi vitað um yfirlýstan illan ásetning Árna Páls og Össurar í málinu: Þeir hafa skrifað til Brussel og láta sem bréf Gunnars Braga hafi ekkert gildi og að ótrauðir ætli þeir sér að "halda áfram með" umsókn sína (Össurarumsóknina ólögmætu) um leið og þeim gefst tækifæri til, enda telur Samfylkingin hana í fullu gildi eða lætur sem hún sé það.

Og þetta er auðvitað útþenslu­sinnuðu stórveldinu að skapi. Þess vegna eiga menn ekki að láta það blekkja sig, hvað gerzt hefur á einhverjum (en alls ekki öllum) vefsíðum ESB. Engin formleg yfirlýsing hefur komið frá fram­kvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins um að Ísland hafi endan­lega og formlega hætt við umsóknina og að hún sé því ekki lengur til staðar og að sækja yrði um upp á nýtt, ef einhver ríkisstjórn hér vildi komast inn í þeirra tröllslega bákn.

Og þess vegna eiga menn heldur ekki að láta það koma sér á óvart hvernig sendiherra ESB talar. Það staðfestir einmitt það, sem hér var sagt um stefnu Evrópusambandsins í málinu, enda er sendiherrann þess löglega málpípa með fullu valdi til að lýsa stefnu þess fyrir þess hönd.

Svo er það bara aukageta hans, svona eins og til gamans að stinga fleini í Gunnar Braga og sýna honum fullkomna óvirðingu um leið, að láta vita af því, að það sé ekkert mark tekið á leikþætti hans og óskuldbindandi afturfóta- og handarbaks-vinnubrögðum.

Hér verðum við að vera sammála Styrmi Gunnarssyni* og Jóni Bjarna­syni,** formanni Heimssýnar, eins og þeir hafa sjáð sig um málið.

* http://styrmir.is/entry.html?entry_id=2160442

** http://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/2160457/

Jón Valur Jensson.

mbl.is ESB-umsóknin mögulega enn í gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin orðin munaðarlaus vegna allsherjarvanda ESB?

Nú vill meirihluti Breta (53:47%) úrsögn lands síns úr Evrópu­sam­band­inu. Ein­ung­is 22% telja lík­legt að Cameron tak­ist að landa góðu sam­komu­lagi við ESB skv. nýrri könn­un­.

Virki­lega sorg­legt fyrir Sam­fylk­ingar-kálfa,

sauð­tryggir sem elta vildu Jóhönnu´ að því borði.

Munaðarlausa þá mætti kalla, álfa,

og mjög svo út úr hól, ef við kveðum rétt að orði.

 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meirihluti Breta vill úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnskur efnahagur stefnir nú mest allra niður á við á evrusvæðinu

Finnland er nú kallað nýjasti "sjúklingur Evrópu" (þetta heiti var fyrst notað um Tyrkjaveldi í að­drag­anda hruns þess snemma á 20. öld). Met-samdráttur þjóðar­framleiðslu, ósam­keppnis­hæfi vegna launakostnaðar, lélegt gengi Nokia, allt þetta stuðlar að slökustu frammistöðu Finnlands nú á 3. ársfjórðungi 2015.

En það er ekki hrópandi húrra fyrir hinum evrusvæðis-löndunum, aðeins tvö þeirra, Spánn og Slóvakía, skríða lítillega yfir 0,5% aukningu þjóðartekna, en meðaltalshækkunin á evrusvæðinu aðeins 0,3% (margfalt minni en hjá okkur Krónlendingum):

JVJ.


Ekki þurftum við á Evrópusambandinu að halda til að fá allan þennan fjölda ferðamanna

Árið 2012 fjölgaði ferðamönnum hingað um 20%, árið 2013 um 21%, fyrra um 24%, en eft­ir fyrstu 10 mán. þessa árs­ins er aukn­ingin 30% milli ára, var 1.109.000 manns (855 þús. á sama tíma­bili í fyrra).

Ekki hefði þetta gerzt í þvílíkum mæli, ef við hefðum verið í Evrópusambandinu, þegar bankakreppan reið yfir. Við hefðum lent í sömu súpunni og Írar, sem búa við talsvert atvinnuleysi og miklu rýrari hagvöxt en við, enda þrælbundnir evrunni, sem gaf þeim engan sveigjanleika til að taka áfallinu 2008.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ferðamannafjöldinn umfram allar spár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband